Fólk , fjör og frumlegheit, - Páskar 2004 Dalvíkurbyggð - Ólafsfjörður

Fólk , fjör og frumlegheit, - Páskar 2004 Dalvíkurbyggð - Ólafsfjörður

Páskar 2004 Dalvíkurbyggð - Ólafsfjörður.

Feit og fín páskadagskrá undir heitinu  "  Fólk , fjör og frumlegheit "

Undir forystu Skíðafélags Dalvíkur hafa nokkrir aðilar sett saman páskadagskrá í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði. Verkefnisstjóri dagskrárinnar og
sá sem allar upplýsingar veitir er Júlíus Júlíusson í sima 8979748.
Í dag 22. mars opnaði sérstök heimasíða með daglegum fréttum og öllum
upplýsingum um dagskránna.   Páskar 2004 undir http://www.julli.is.

Það verður mikið um að vera, um páskana
Öllum gestum skíðasvæðisins á Dalvík boðið í  kaffihlaðborð í tilefni af 30
ára kaupstaðarafmæli Dalvíkur laugardaginn 10.april. Skíðavíkurbyggð er
risasnjóhúsabyggð sem verður byggð fyrir páskana. Í húsunum verður markaður
alla dagana með fjölbreyttum varningi, kynningum og uppákomum. Þar verður
lítið svið og opinn hljóðnemi þar sem allir geta fengið að troða upp og
kynna sig og sitt. Ef þú vilt fá frí afnot af húsi,vera með tónlist eða
atriði á sviðinu eða láta skrá þig í snjólistaverkasamkeppnina hringdu þá í
Júlla 8979748.  Ekkifréttamaðurinn Haukur Hauksson hefur flutt lögheimili
sitt í Skíðavíkurbyggð. Íslistamaðurinn Otto Magnússon sýnir listir sínar og
heppinn gestur skíðasvæðisins hlýtur íslistaverk að gjöf.
Snjólistaverkasamkeppni með glæsilegum vinningum - Barnagæsla gegn vægu
gjaldi - Nammidagur - Páskaeggjamót fyrir börnin - Þrautabraut - Bjartur
mætir á svæðið - Lifandi músik í skíðabrekkunum . Messa í skíðabrekkunum á
Páskadag - Boðið verður uppá fría skíðakennslu á hverjum degi -
Troðaraferðir.  Og óvæntar uppákomur.  Frítt á skíðasvæðið á annan í páskum
fyrir þá sem hafa komið eitt eða fleiri skipti um páskana. Það verður nóg um
að vera fyrir alla í fjölskyldunni hvort sem þeir eru á skíðum, bretti eða
bara á tveimur jafnfljótum.
Ólafsfjörður er miðpunktur skíðagöngumanna. Ólafsfjarðarmót í skíðagöngu
allir flokkar hefðbundin aðferð og frjáls aðferð. Göngubrautir opnar
almenningi frá kl. 12:00 alla dagana. Gönguskíðadagur fjölskyldunnar.
Verðlaun fyrir flottustu búningana, stærstu fjölskylduna, yngsta og elsta
þátttakandann o.fl. Hægt verður að fá skíðabúnað lánaðan alla dagana og
aðstoð við að smyrja skíðin.
Í sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð Ólafsjarðar verður mikið um að vera og
opið lengur en venjulega. Í sundlaug Dalvíkur verður Páskaeggjaleikur í
gangi föstud. langa til páskadags, Bjartur skíðakarl kemur og dregur út
vinninga seinni part Páskadags. "kósy"kvöld á rómantískum nótum, ilmur af
ilmkertum og reykelsi í húsinu og eimbaðið ilmar af kærleika!!! Kerti og
huggulegheit, ljúf tónlist og afslöppun í pottunum og lauginni.. Óvæntar
uppákomur.
 Meira og nánar á Páskar 2004 á www.julli.is