Fjölmenning og málefni nýbúa - leggðu þitt af mörkum

Fjölmenning og málefni nýbúa - leggðu þitt af mörkum

Fjölmenning og málefni nýbúa er málaflokkur sem snertir samfélagið allt. Það á við um Dalvíkurbyggð eins og önnur samfélög á Íslandi en íbúar eru verðmætasta auðlind hvers samfélags og því mikilvægt að taka vel á móti nýjum íbúum, íslenskum sem erlendum. Með það að leiðarljósi hefur Dalvíkurbyggð hafið vinnu við gerð fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið en hún byggir á nýrri fjölmenningarstefnu Eyþings sem kom út í júní 2017. Markmið slíkrar stefnu er að búa til skýra sýn á málefnið, setja niður einstaka verkefni, markmið og leiðir að úrbótum. Til þess að fjölmenningarstefnan verði sem árangursríkust er best að sem flestir í samfélaginu geti sett fingrafar sitt á hana og því biðlum við til ykkar sem íbúa að aðstoða okkur.

Hér með óskum við eftir því að þú takir þér tíma til að skoða stefnuna og látir okkur vita hvort eitthvað sé ábótavant eða hvort eitthvað hreinlega vanti inn í stefnuna. Betur sjá augu en auga. Með því að smella á hlekkinn hérna https://www.eything.is/is/skyrslur opnast heimasíða Eyþings, þar neðst í listanum er skýrslan. Eins er hægt að opna skýrsluna beint með því að smella hérna Fjölmenningarstefna Eyþings. 

Vinsamlegast sendið inn athugasemdir, ábendingar eða hugmyndir fyrir 1. október 2017 á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is.

Frekar upplýsingar veitir vinnuhópur um fjölmenningarstefnu í Dalvíkurbyggð: