Fjögur verkefni úr Dalvíkurbyggð frá úthlutað styrk frá Menningarráði Eyþings

Menningarráð Eyþings úthlutaði verkefnastyrkjum í fyrsta sinn í gær. Athöfnin fór fram í Þorgeirskirkju og var það bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björg Jakobsdóttir og Kristján L. Möller samgönguráðherra sem afhentu styrkina. Alls hlutu fjögur verkefni úr Dalvíkurbyggð styrki af alls 25 verkefnum. Myriam Dalstein á Skeiði fékk styrk  til verkefnisins Allt í þróun: Allt um jól 2007, Kristjana Arngrímsdóttir á Tjörn fékk styrk til verkefnisins Söngvaka í húminu í Tjarnarkirkju og fékk Menningar- og listasmiðjan að Húsabakka styrk sem og brúðuleikgerðarmaðurinn Bernd Ogrodnik sem fékk styrk til að setja upp verkefni um Einar Áskell.