Fjárhúsin sunnan við Ásgarð

Fjárhúsin sunnan við Ásgarð

Á síðasta fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 14. október var endanleg ákvörðun tekin um að rífa gömlu fjárhúsin sunnan við Ásgarð. Hefur Björgunarsveit Dalvíkur tekið að sér að sjá um verkið.

Upphaflega voru fjárhúsin í eigu Vilhelms Sveinbjörnssonar frá Vegamótum en þegar skorið var niður við riðu í Skíðadal, Svarfaðardal og á Dalvík 1988 eignaðist Dalvíkurbyggð svo fjárhúsin.