Fjallkonan með frumsamið ljóð

Fjallkonan með frumsamið ljóð

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn með pompi og pragt í Dalvíkurbyggð eins og víðar um land. Heilmikil dagskrá var í sveitarfélaginu, meðal annars hátíðardagskrá sem fram fór við Berg menningarhús. Fjallkonan var að þessu sinni Annalou Perez en hún flutti við tilefni frumsamið ljóð sem hún hefur gefið okkur leyfi til að birta hér.

Þar sem ást mín vex
( Annalou Perez, June 2015)

Lungun fagna fersku lofti
Vatnið tæra slekkur þorstann
Daginn sem ég endurfæddist
Frá Filippseyjum Kyrrahafsins
Til undralands Íshafsins

Hvít bómull féll af himnum
Sem glitrar á sólríkum degi
Veitir ljósi á dökka grund
Undur snævar koma fram

Frískleiki golunnar
Dans litanna á næturhimni
Fanga hjarta mannsins
Veturinn færir leyndardóma

Þegar fleygir gestir lenda
Og túnin verða græn
Þar sem birtan er tímalaus
Þá eru ævintýrin endalaus

Rætur mínar eru í annari mold
En vindurinn blés hjarta minu
Á þessa grund féllu ávextir minir
Á Íslandi þar sem ást mín vex