Ferðafélag Svarfdæla-Gönguskíðaferð

Á laugardaginn næstkomandi, 2. apríl, verður farin gönguskíðaferð um Hamarinn og Hánefsstaðareit-þyngdarstig 1 skór. 

 Lagt verður í hann frá gömlu malarnámunum norðan við Skáldalæk klukkan 10:00. Gengið verður upp á Hamarinn að Sökku, niður í Hánefsstaðareit og niður á bakka Svarfaðardalsár, norður yfir Saurbæjartjörn og hringnum lokað við Skáldalæk. Þetta munu vera 7-8 km.

Stjórn Ferðafélagsins væntir góðrar þátttöku og býður alla þá sem áhuga hafa velkomna.