Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf við heimilisþjónustu, þjónustu við fatlaða og tilsjón á heimili

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf við heimilisþjónustu, þjónustu við fatlaða og til…

Hjá félagsþónustu Dalvíkurbyggðar eru eftirfarandi störf í boði:


Við heimilisþjónustu
Óskað er eftir starfsmanni til framtíðarstarfa í 40-50% starfshlutfall. 
Einnig í 100%  starf við sumarafleysingar í tvo – þrjá mánuði, það er júní til ágúst.

Þjónusta við fatlaða
Félagsþjónustan óskar eftr að ráða fólk  til starfa til þjónustu við fatlaða einstaklinga.  Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa bíl til umráða. 

Tilsjón á heimili
Okkur vantar fólk til starfa við stuðning inn á heimili barnafjölskyldna.  Viðkomandi mun vinna undir leiðsögn starfmanna barnaverndar.

Heimilsþjónusta og þjónusta við börn og fatlaða eru afar fjölbreytt og gefandi störf sem felast í að veita persónulegan stuðning og aðstoð við athafnir daglegs lífs.


Menntun- og/eða hæfniskröfur

  • Áhugi og færni að starfa með fólki
  • Mikilvægir eiginleikar eru ábygðarkennd, hlýlegt viðmót, sveiganleiki, samviskusemi, umhyggja og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Umsækjandi þarf að geta talað íslensku
  • Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspr og að framkoma og athafnir á vinnustað sem og utan hans samrýmist starfinu.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Nánari upplýsingar um heimilisþjónustu veitir Arnheiður Hallgrímsdóttir í síma 460-4900. Netfang heida@dalvikurbyggð.is

Nánari upplýsingar um störf með fötluðum veitir Þórhalla Karlsdóttir í síma 460-4900. Netfang tota@dalvikurbyggd.is

Nánari upplýsingar um stuðning á heimilum gefur Eyrún Rafnsdóttir í síma 460-4900 og á netfanginu eyrun@dalvikurbyggd.is

 
Einnig er tekið á móti rafrænum umsóknum inná heimasíðu Dalvíkurbyggðar/ Mín Dalvíkurbyggð : www.dalvikurbyggd.is

Tekið verður tillit til samþykktar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2018