Fegrunarvika

Vikuna 18.- 21. maí verður almenn fegrunarvika í Dalvíkurbyggð.  Starfsfólk Vinnuskólans mun fara um þéttbýli Dalvíkurbyggðar á miðvikudag og föstudag og fjarlægja garðaúrgang sem komið hefur verið að lóðamörkum.  Athugið að einungis verður tekinn sá úrgangur sem er í ruslapokum og greinar og afklippur sem bundnar eru í knippi eða auðvelt er að fjarlægja.

Eins viljum við skora á íbúa Dalvíkurbyggðar sem og eigendur fyrirtækja að fegra og snyrta í kringum sig þessa viku. Tökum nú höndum saman og gerum fallega byggð fallegri!

Minni á að þeir sem kjósa að losa sjálfir sinn garðaúrgang á gámasvæði að losa það í réttann gám og losa úrganginn úr plastpokunum!!

Skráning lóðasláttar er hafin hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum.  Hægt er að sækja um slátt á bæjarskrifstofunni eða hjá Umsjónarmanni vinnuskóla í síma 466-1224 - 8640013, vinnsk@dalvik.is

 Gangi ykkur vel og gleðilegt sumar!

Umsjónarmaður vinnuskólans
Sverrir Þorleifsson