Febrúarspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Febrúarspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þriðjudaginn 7. febrúar 2017  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar.  Klúbbfélagar  fóru yfir veðurspá janúarmánaðar. Snjór var heldur fyrr á ferðinni en reiknað var með en kom engu að síður þannig að ágæt sátt var um spána.  Nýtt tungl kviknaði 28. jan. í  NV og er það ráðandi fyrir veðurfar í þessum mánuði.  Síðan kviknar nýtt tungl 26. febrúar  í S. og er góutungl.

Nokkrir draumar klúbbfélaga benda til þess að veður í febrúar verði svipað og það var í janúar. Vindar blási úr öllum áttum og hitastig verði hátt miðað við árstíma.  Í lok mánaðar má gera ráð fyrir einhverri rumpu, sem þó stendur stutt.

Veðurvísa  feb. og mars

Febrúar á fannir
þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæst oft biturt,
en birtir smátt og smátt

 

Með góðum kveðjum,

 Veðurklúbburinn á Dalbæ