Endanlegar tölur yfir úthlutaðan byggðakvóta 2014/2015

Í tilkynningu sem barst frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 17. október síðastliðinn kom fram að af ófyrirséðum ástæðum gætu áður birtar tölur um úthlutun byggðakvóta tekið breytingum. Nú hafa endanlegar tölur borist frá ráðuneytinu og er endurreiknaður byggðakvóti sem hér segir:

Dalvík                 188 þorskígildistonn

Hauganes              15 þorskígildistonn

Árskógssandur   300 þorskígildistonn

Þessi niðurstaða sýnir að úthlutaður byggðakvóti á Dalvík hefur lækkað úr 201 þorskígildistonni í 188 eða um 13 tonn.