Einkennislag Krílakots - Vinur minn

Einkennislag Krílakots - Vinur minn

Okkur hér á Krílakoti hefur hlotnast sá heiður að fá að nota lagið Vinur minn sem einskonar einkennislag skólans. Textinn er eftir Hafdísi Huld Þrastardóttur (sem sést á myndinni hér fyrir ofan) og lagið eftir Alisdair Wright. Við höfðum samband við Hafdísi sem tók afar vel í þessa beiðni okkar og sagðist vonast til að heyra Krílakots börnin syngja það einhverntíma.

Við höfum mikið sungið þetta lag hér í skólanum, frá því að hún Þóra (leikskólakennari) kynnti það fyrir okkur í fyrravetur. Þau börn sem hafa verið í sunnudagaskólanum þekkja lagið líka þaðan.

             Vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Í stórum hóp'inn um hlátrasköll
geta ævintýrin skeð.
Svo vertu velkominn!
Nýi vinur minn.
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.


Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt.
Getur glatt og huggað jafnvel þá
sem við þekkjum ekki neitt.
Svo vertu velkominn!
Nýi vinur minn.
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt


Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright