Dregið um fiskanöfn á götur Dalvíkur fyrir Fiskidaginn Mikla

Á hádegi var dregið um fiskanöfn á götur Dalvíkur fyrir Fiskidaginn Mikla. Mættir voru fulltrúar úr hverri götu og drógu úr hatti Júlla Júl.

Ný götunöfn - fiskagötunöfn - Fiskidagurinn mikli 2008
Miðtún Hámerartún
Hringtún Rauðmagatún
Steintún Skötuselstún
Skógarhólar Rækjuhólar
Lynghólar Makrílshólar
Reynihólar Blálönguhólar
Böggvisbraut Bláskeljabraut
Dalbraut Sandhverfubraut
Sunnubraut Steinbítsbraut
Mímisvegur Laxavegur
Hjarðarslóð Kolskeggsslóð
Ásvegur Urriðavegur
Hólavegur Tindabykkjuvegur
Lækjarstígur Keilustígur
Karlsrauðatorg Loðnutorg
Lokastigur Hákarlastígur
Brimnesbraut Þorskbraut
Bárugata Grásleppugata
Ægisgata Túnfiskgata
Drafnarbraut Skrápflúrubraut
Öldugata Gulllaxgata
Kirkjuvegur Karfavegur
Karlsbraut Marhnútabraut
Gunnarsbraut Síldarbraut
Ránarbraut Risarækjubraut
Svarfaðarbraut Barrabraut
Stórhólsvegur Smokkfiskavegur
Smáravegur Kolkrabbavegur
Goðabraut Bjúgtannabraut
Bjarkabraut Grálúðubraut
Hafnarbraut Ýsubraut
Sunnutún Ufsatún
Sognstún Kolatún
Skíðabraut Hafmeyjubraut
Grundargata Silungagata
Mýrargata Bleikjugata
Flæðavegur Hlýravegur