Dalvíkurbyggð leitar að áhugasömum einstaklingum í samráðsvettvang

Dalvíkurbyggð leitar að áhugasömum einstaklingum í samráðsvettvang

Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega.

Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.

Áhugasamir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is