Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Fimmtudaginn 16. nóvember mun mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir hátíðardagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu í Bergi, Dalvík.

Dagskráin hefst kl. 15 og mun að öllum líkindum enda um kl. 16.00 en boðið verður upp á kaffi og meðlæti að athöfn lokinni.

Hátíðardagskráin samanstendur af sigurvegurum úr Stóru upplestrarkeppninni, sem lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt verðugum viðtakanda og sérstök viðurkenning fyrir framlag til íslenskunnar verður einnig afhent við þetta tækifæri.

Verkefnið "raddir íslenskunnar" verður stuttlega kynnt en þar svara ýmsir þessum spurningum:
Hvers vegna er íslenskan mikilvæg fyrir þig?
Hvers vegna ert þú mikilvæg/-ur fyrir íslenskuna?

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.