Dagskrá á 17. júní

Að venju verður margt við að vera á 17. júní í Dalvíkurbyggð. Opið hús verður hjá ferðaþjónustuaðilum, sundlaugarveisla í sundlauginni, rímur kveðnar í Byggðasafninu og auk þess hefðbundin dagskrá við Dalvíkurkirkju. En dagskráin er annars þessi:
Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00 17. júní hlaupið  
  Árlegt 17. júní hlaup fer fram á íþróttavellinum á Dalvík í umsjá frjálsíþróttadeildar  UMFS. Skráning fer fram á staðnum fyrir hlaup.
Kl. 11:00 Andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina á neðri hæð Sundlaugar Dalvíkur  til kl. 12:30.
 
Kl. 13:30 Skrúðganga
  Skátar fara fyrir skrúðgöngu frá Sundlaug Dalvíkur að Dalvíkurkirkju. Gangan leggur af stað kl.13:30, þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega.
 
Kl. 14:00 Hátíðarstund ofan Dalvíkurkirkju
  Ávarp fjallkonu
  Kvennakvartettinn Dalalæðurnar syngja
  Harmónikkuleikur
  Sigurvegarar úr Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar taka lagið
Hátíðarkaffi - frjálsíþrótta- og körfuknattleiksdeildir UMFS selja
  hátíðarkaffi í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að lokinni hátíðarstund.
  Hestarmennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og starfsmenn hans teyma hesta undir börnum að lokinni hátíðarstund, frá brún kirkjubrekku.
 
Kl. 15:00 Brúðuleiksýning í Dalvíkurkirkju, Bernd Ogrodnik brúðuleikari sýnir leikþætti sem henta öllum aldurshópum, pabbi, mamma, afi, amma og allir með!
 
Kl. 16:00- kl. 18 Slökkvilið Dalvíkur sýnir bíla og búnað við kirkju og býður síðan börnum í ökuferð um  bæinn milli kl.16:00 og 18:00.
Ferðaþjónustuaðilar í sveitarfélaginu bjóða heim og kynna aðstöðu sína líkt og í fyrra en það gafst afar vel og var vel heppnað. Heitt á könnunni. 
  
Byggðasafnið Hvoll verður opið frá kl. 11:00 - 18:00.  Þórarinn Hjartarson frá Tjörn kveður rímur  kl. 15:00.
 
Kl. 17:00 Barnabíó í Víkurröst - teiknimyndasýning á breiðtjaldi fyrir börn - gott væri ef pabbi og mamma eða eldri systkyni gætu komið með yngstu börnunum.
 
Kl. 17:00 Streetball - körfuboltasprell í umsjón körfuknattleiksdeildar UMFS  við Dalvíkurskóla
 
Kl. 19:30- kl. 22:00
Sundlaugarpartí, fatasund, tónleikar og húllumhæ í Sundlaug Dalvíkur.
 Ari í Árgerði hefur leikinn og kveikir í okkur með nokkrum hressum kúrekalögum!!  
  Síðan  stíga á stokk  hljómsveitirnar  Mikki refur og sætabrauðsdrengirnir og Haltur leiðir  blindan  en þær eru skipaðar ungum tónlistarmönnum úr Dalvíkurbyggð.  Hvanndalsbræður mæta á svæðið í lopapeysunum með þjóðlega stemmningu í farteskinu eins og þeim einum er lagið. 
  Frítt í sund.....allir velkomnir hvort sem þeir fara í sund eða ekki. Í fatasundi má vera í  stuttermabol og/eða íþróttabuxum.....ekki ný föt eða föt sem láta lit.       
GÓÐA SKEMMTUN Á 17. JÚNÍ