Síðasti sveitarstjórnarfundur kjörtímabilsins

Síðasti sveitarstjórnarfundur kjörtímabilsins

Í gær var haldinn síðasti sveitarstjórnarfundurinn á þessu kjörtímabili.

Að því tilefni var tekin mynd með sömu uppstillingu og í upphafi kjörtímabils og má sjá að það hefur ekki mikið breyst á fjórum árum.

Við þessi tímamót þakkaði forseti sveitarstjórnar farsælt og gott samstarf síðustu fjögur árin. Aðrir sveitarstjórnarfulltrúar tóku undir það sem og þakkir til kjörinna fulltrúa og starfsmanna fyrir góð störf fyrir sveitarfélagið á síðasta kjörtímabili.