Nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir tók formlega við lyklunum úr hendi fráfarandi sveitarstjóra, Katrínar Sigurjónsdóttur.
Við óskum Katrínu velfarnaðar í framtíðinni og þökkum henni kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina undanfarin ár.
Eyrún Ingibjörg hefur verið í heimsókn undanfarna daga að kynna sér aðstæður í Dalvíkurbyggð en hún hefur formlega störf sem sveitarstjóri í byrjun september.
Við bjóðum Eyrúnu velkomna í okkar raðir og óskum henni farsældar í starfi.

