Bólusetningar vegna Covid-19 á HSN

Bólusetningar vegna Covid-19 á HSN

Einstaklingum býðst nú að fá fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöð HSN-Dalvík.

Sérstaklega er mælt með fjórða skammti fyrir einstaklinga 80 ára og eldri, þá sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og eru ónæmis bældir af einhverjum ástæðum.

Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins en ekki skiptir máli hvort viðkomandi hefur smitast af Covid-19 eða hvenær.

Bólusetning er einnig í boði fyrir alla 12 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar. Börn 12-16 ára eiga bara að hafa 2 bólusetningar.

Nánari upplýsingar og tímapantanir eru á HSN-Dalvík sími: 432-4400.