Byggðasafninu Hvoli færð góð gjöf

Byggðasafninu Hvoli færð góð gjöf

Þann 31. júlí sl. komu þau Sigurjóna Steinunn og Árni Jóhann Sigurbjörnsbörn í heimsókn á Byggðasafnið Hvol og færðu safninu stórmerkilega gjöf. Sigurjóna Steinunn og Árni Jóhann eru systrabörn Jóhanns Kr. Péturssonar Svarfdælings. Um er að ræða forláta sýningarvél sem Jóhann Svarfdælingur átti en hann var mikill áhugamaður um kvikmyndir. Að sögn Sigurjónu og Árna kom Jóhann Svarfdælingur með sýningarvélina til Íslands þegar hann sigldi með strandferðaskipinu Esjunni frá Danmörku í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Stefnt er að því að hafa sýningarvélina til sýnis fyrir gesti safnsins í Jóhannsstofu.