Byggðasafnið Hvoll leitar eftir myndum

Byggðasafnið Hvoll hefur haft samstarf við Húsafriðunarnefnd um öflun gagna varðandi kirkjurnar þrjár í Svarfaðardal. Tengist sú vinna ritun bókanna Kirkjur Íslands sem er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi. Safnið auglýsir nú eftir gömlum ljósmyndum af kirkjunum þrem, Tjarnarkirkju, Vallakirkju og Urðakirkju, sem allar heyra undir húsafriðunarlög.

 

Hafi fólk undir höndum gamlar ljósmyndir af kirkjunum og þá ekki síður frá athöfnum úr eða við kirkjurnar þá væri fengur af því fyrir safnið. Þeir sem slíkar myndir eiga hafi samband við safnstjóra Byggðasafnsins í síma 8921497. Hægt er að skanna myndirnar á staðnum þannig að eigendur þeirra þurfa ekki að láta þær af hendi.

Byggðasafnið er opið á laugardögum á milli kl 14:00 og 17:00 en utan þess tíma er opnað fyrir hópa eftir samkomulagi við safnstjóra í sama síma.