Björgvin Álfumeistari í stórsvigi

Samkvæmt frétt sem birstist á vef Morgunblaðsins varð Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, í nótt Álfumeistari í stórsvigi en síðasta stórsvigið í keppninni um Ástralíu - Nýja Sjálandsbikarinn féll niður í nótt vegna veðurs. Björgvin sigraði með samanlagt 240 stig, annar varð Ástralinn Bradley Wall með 210 stig og þriðji landi hans Bryce Stevens með 181 stig.

Í nótt fer fram síðasta svigmótið í keppninni og mun þá ráðast hver verður meistari í svigi og einnig í keppninni samanlagt. Eins og stendur er Björgvin með forystu í sviginu með 200 stig, annar er Ástralinn Jono Brauer með 160 stig og þriðji Bryce Stevens með 120 stig.