Bjarni Daníelsson ráðinn í nýtt starf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs

Bjarni Daníelsson ráðinn í nýtt starf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl sl. að ráða Bjarna Daníelsson í nýtt starf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs hjá sveitarfélaginu.

Bjarni hefur starfað síðastliðin 4 ár sem sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógarbyggðar og aðstoðarvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni.

Bjarni hefur alla tíð verið virkur í félagsstarfi og gegnt ábyrgðastörfum á því sviði, m.a. hjá Björgunarsveitinni Ingunni, Ungmennafélagi Laugdæla, Búnaðarfélagi Laugardalshrepps og Íþróttadeild hestamannafélagsins Trausta. Hann er giftur Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur og eiga þau saman tvö börn, auk þess á Bjarni þrjú börn frá fyrra hjónabandi.

Bjarni er boðinn velkominn í starfsmannahóp Dalvíkurbyggðar. Bjarni mun hefja störf sem sviðsstjóri framkvæmdasviðs í sumar þegar hann hefur lokið störfum sínum fyrir Bláskógarbyggð.