Barnakór í tónlistarskólanum?

Tónlistarskólinn stefnir að því að stofna barnakór fyrir krakka í 6.-10. bekk nú með haustinu. Söngprufa fer fram 3.október kl. 15.15 í tónlistarskólanum og er öllum frjálst að skrá sig í prufu. Æfingar kórsins verða á miðvikudögum kl. 15.15.-16.15 í sal Tónlistarskólans. Staðfestingargjald fyrir þátttöku í kórnum er 2000 kr. en frítt er fyrir þau börn sem nú þegar eru í námi við Tónlistarskólann. Skráning fer fram hjá skólastjóra tónlistarskólans, Kaldo Kiis, á netfangið kaldo@dalvik.is eða í síma 848-9990 og veitir hann einnig allar nánari upplýsingar um kórinn