Bæjarráð og Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð lýsa yfir ánægju með byggingu menningarhúss

Á 121. fundi íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs í gær var bókað að íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð fagni ákvörðun Sparisjóðs Svarfdæla að reisa Menningarhús í Dalvíkurbyggð og færa samfélaginu að gjöf.
Einnig lýsti bæjarráð Dalvíkurbyggðar yfir mikilli ánægju með framtakið á fundi sínum í morgun og bókar að tillaga Sparisjóðsins lýsi "bæði stórhug og ríkri samfélagsvitund sem íbúar á starfssvæði sjóðsins hafa áður notið á margvíslegan hátt". Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vilja til samvinnu við Sparisjóðinn um þróun verkefnisins.