Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - íþróttasvæði Dalvíkur

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - íþróttasvæði Dalvíkur

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 – íþróttasvæði Dalvíkur

Þann 16. janúar 2018 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á íbúafundi þann 24. janúar.

Viðfangsefni aðalskipulagstillögunar er í meginatriðum breytt afmörkun og landnotkun á nokkrum reitum á og í nágrenni íþróttasvæðis Dalvíkur. Breytingin er sett fram á breytingarblaði dags. 16. febrúar 2018.

 

Íþróttasvæði Dalvíkur - tillaga að deiliskipulagi

Þann 20. febrúar 2018 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi  íþróttasvæðis Dalvíkur skv. 41. gr. skipulagslaga.

Svæðið er  8,4 hektarar og nær til landnotkunarreita 402-O/S, 404-O/S og 406-A/Íb/V í aðalskipulagi. Í breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða er íþróttasvæðið skilgreint sem ein heild, svæði 404-Íþ.

Tilgangur skipulagsins er að styrkja svæðið í heild sem fjölnota íþróttasvæði með stefnu fyrir framtíðar uppbyggingu. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir aðkomu frá Ólafsfjarðarvegi, göngustígum um svæðið og byggingarreitum fyrir áhorfendastúku og áhaldageymslu. Lóðamörk íþróttamiðstöðvar og íþróttasvæðis eru ákvörðuð. Deiliskipulagið er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti dags. 16. febrúar 2018.

 

Skipulagstillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með 1. mars  nk. til 12. apríl 2018 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til 12. apríl  2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og merktar sendanda og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til skipulags- og byggingarfulltrúa, á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is

Deiliskipulag íþróttasvæðis Dalvíkur - greinargerð

Deiliskipulag íþróttasvæðis Dalvíkur - skipulagsuppdráttur

Deiliskipulag íþróttasvæðis Dalvíkur - skýringaruppdráttur

Breyting á aðalskipulagi vegna íþróttasvæðis Dalvíkur

Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs