Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð og kynningarfundur

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð og kynningarfundur

Þann 17. janúar 2017 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðisins við Kirkjuveg á Dalvík skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af opnu útivistarsvæði í suðri, dvalarheimilinu Dalbæ í vestri, athafnasvæði og geymsluhúsnæði fyrir nýlendu- og byggingar­vöru­verslun í austri og opnu grasi grónu landsvæði í suðri, vestri og í norðri. Skipulagssvæðið er um 1 ha að stærð og er í eigu og umsjá Dalvíkurbyggðar.

Skipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með miðvikudeginum 19. janúar nk. til fimmtudagsins 2. mars 2017 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is. Opin kynningarfundur verður haldin í Upsa fundarsal Dalvíkurbyggðar á 3. hæð í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar fimmtudaginn 26. janúar kl. 17:00-18:00.                                                       

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til fimmtudagsins 2.mars 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is

 Tillaga að deiliskipulagi við Kirkjuveg

Tillaga að deiliskipulagi við Kirkjuveg - greingargerð

Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.