Ársreikningur Dalvíkurbyggðar samþykktur

Seinni umræða um ársreikning Dalvíkurbyggðar fór fram á fundi sveitarstjórnar þann 15. maí síðastliðinn og var hann samþykktur samhljóða með 6 atkvæðum.

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2014 við fyrri umræðu sveitarstjórnar.


Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2014 eru:

Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða jákvæð um kr. 105.428.000.
Rekstrarniðurstaða A- hluta jákvæð um kr. 45.563.000.
Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 272.262.000.
Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 139.953.000, nettó.
Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 0.
Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 114.049.000.
Skuldahlutfall án lífeyrisskuldbindinga sem eru til greiðslu eftir 2029: 77,9%.
Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 766.554.000, þar af kr. 305.040.202 vegna Félagslegra íbúða eða 39,8%.

Ársreikning Dalvíkurbyggðar 2014, ásamt lista yfir helstu birgja, má finna hér.