Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2004

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar liggur nú fyrir vegna ársins 2004. Fyrri umræða fór fram í bæjarstjórn 3. maí 2005 og seinni umræða 24 maí 2005. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða. Rekstrarniðurstaða ársins er neikvæð um 68,5 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 130,9 millj. kr. Veltufé frá rekstri í var 59,843 m.kr. en áætlun gerði ráð neikvæðri upphæð kr. 7,171 m.kr. Ýmislegt hefur áhrif á þessa niðurstöðu og er þar helst að nefna áhrif kennaraverkfalls til lækkunar á kostnaði og hækkun á tekjum frá Jöfnunarsjóði. Aðhalds hefur verið gætt, þó er þess ávallt gætt að skerða sem minnst þjónustu stofana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Í framsögu bæjarstjóra vegna fyrri umræðu um ársreikning í bæjarstjórn kemur fram að forstöðumenn stofanana hafi gert vel á undanförnum árum en enn betur á árinu 2004. Einnig telur hann að áætlanaferlið sem Dalvíkurbyggð hefur nú tekið upp, það er rammafjárhagsáætlun, komi til með að vinna með sveitarfélaginu í framtíðinni.  Bæjarstjóri vill einnig koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð ársreikningsins. Hægt er að nálgast ársreikning Dalvíkurbyggðar á heimasíðunni undir liðnum stofnanir en einnig er hægt að sm