Anna Baldvina mun láta af störfum í sumar

Anna Baldvina mun láta af störfum í sumar

Anna Baldvina Jóhannesdóttir mun láta af störfum sem skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar þann 31. júlí. Frá þeim tíma mun hún hefja störf sem verkefnisstjóri hjá Dalvíkurbyggð. Anna Baldvina hefur starfað við Dalvíkurskóla síðan 1973 eða í 35 ár. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari, sérkennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri Dalvíkurskóla. Dalvíkurskóli og Árskógsskóli voru sameinaðir undir merkjum Grunnskóla Dalvíkurbyggðar 2006 og hefur Anna Baldvina starfað sem skólastjóri hans síðan.

Starf skólastjóra Dalvíkurbyggðar verður auglýst í febrúar.