Ályktun um björgunarstörf

Á fundi byggðaráðs, fimmtudaginn 26. mars var tekið fyrir bréf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, dagsett þann 25. febrúar 2015, þar sem fram kemur að stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þann áhuga og þá umhyggju sem hún sýnir störfum félagsins sem og slysavarna-, leitar- og björgunarmálum í heildinni. Ályktun Dalvíkurbyggðar hefur verið lögð fyrir stjórn SL sem og fyrir landsstjórn björgunarsveita.

Fram kemur jafnframt að það sé sérstaklega ánægjulegt og þakkarvert að opinberir aðilar eins og sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar sjái sér fært að taka þátt í slíku samstarfi og styðja við bakið á slíkum verkefnum og er öðrum til fyrirmyndar.