Ályktun byggðarráðs vegna lokunar flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík

Byggðarráð Dalvikurbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 29. ágúst, eftirfarandi ályktun vegna lokunar flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík:

Byggðarráð Dalvíkurbyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna þeirra tillagna sem uppi eru um lokun flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Byggðarráð bendir á mikilvægi flugvallarins fyrir sjúkraflug. Einnig fyrir aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og stofnunum ríkisins. Byggðarráð telur greiðar samgöngur við höfuðborgina vera mjög mikilvægar í sambúð höfuðborgar og landsbyggðar og að það séu hagsmunir beggja að gagnvegir séu sem greiðastir.

Byggðarráð treystir því að frekari ákvarðanir um flugvöllinn í Vatnsmýrinni verði teknar með hagsmuni íbúa alls landsins að leiðarljósi.

Íbúar geta kynnt sér málið enn frekar á heimasíðunni www.lending.is