Ævintýraútilega að Látrum

Í næstu viku verður boðið upp á ævintýraútilegu yfir nótt að Látrum á Látraströnd handan fjarðar á vegum Íþrótta- æskulýðs- og menningarráðs. Útilegan er ætluð börnum fæddum 1997 og fyrr og er hluti af leikjanámskeiðum sumarsins. Foreldrar eru velkomnir með ef pláss leyfir og greiða sama þátttökugjald sem er kr. 6.000 (sama gildir um yngri börn í fylgd foreldra ef pláss leyfir).  Siglt verður árla að morgni í Látur, þar verður tjaldað og síðan gengið á Gjögrafjall ofan Uxaskarðs. Fjallið er um 750 m hátt og þaðan er afar fallegt útsýni um Eyjafjörðinn, yfir á Tröllaskagann, í Keflavík og fjöllin þar austan við. Siglt verður til baka að morgni næsta dags. Vonandi gefast tækifæri til að sjá hvali og renna fyrir fisk á leiðinni. Fyrirhugað er að fara að morgni þriðjudagsins 31. júlí en við látum veðurspána ráða hvort það reynist heppilegur dagur og við biðjum því væntanlega þátttakendur að vera í startholunum næstu tvo daga á eftir. Fararstjóri er Bjarni Gunnarsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Þátttakendur komi sér saman um nýtingu á tjöldum og taki með sér fatnað við hæfi,góða skó/stígvél til nota við landgönguna, hlífðarföt, lítinn bakpoka fyrir nesti, svefnpoka, dýnu og nesti fyrir gönguferðina og morgunmat en við grillum okkur eitthvað gómsætt í kvöldmatinn (innifalið í þátttökugjaldi). Áhugasamir hafi samband við Bjarna í gsm síma 896-3133 eða á skrifstofu hans í sundlauginni í síma 466-3133. Einnig er hægt að senda tölvupóst á sundlaug@dalvik.is

Skráning Sundlaug Dalvíkur fram á mánudag en þar er einnig tekið á móti þátttökugjöldum.