ADSL á Árskógssandi og Hauganesi

Í þessari viku mun Síminn ljúka við að setja upp ADSL símstöð á Árskógssandi og Hauganesi.  Þjónustan sem verður í boði í gegnum stöðina á Árskógssandi er ADSL með hámarki 6 Mb/s hraða. Einnig geta þeir sem búa innan 3 km frá símstöðinni nýtt sér sjónvarp símans með um það bil 20 sjónvarpsstöðvun en ekki myndleigu. Í Svarfaðardal er hægt að fá ADSL í gegnum símstöðina á Dalvik og geta þeir bæir sem eru innan 5 km markanna náð því. Nú í sumar var Dalvík uppfært í fulla sjónvarpsþjónustu, það er möguleiki á allt að 87 sjónvarpsstöðvum, myndleigu og fullum internethraða, allt að 12 mb/s. Nú er því stór hluti sveitarfélagsins orðinn tengdur við ADSL en ennþá eru einhverjir bæir sem falla utan 5 km. frá símstöð og falla því utan þjónustusvæðis þess.