160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu

Fundur verður haldinn á Hótel Sóley á morgun fimmtudaginn 24. janúar klukkan 17:00.

Efni fundar eru mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar þar sem ákveðið hefur verið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Hámarksstyrkur er 8 milljónir á verkefni. Það er mjög mikilvægt að aðilar í Dalvíkurbyggð viti af þessu og nýti sér þetta með því að sækja um. Dalvíkurbyggð mun bjóða fram aðstoð við að yfirfara umsóknir hjá aðilum og leiðbeina um hvað mætti fara betur.

Umsóknarfrestur er til 5. febrúar þannig að aðilar sem áhuga hafa verða að hafa hraðar hendur og þess vegna er boðað til þessa fundar með svo stuttum fyrirvara.

Einnig verður kynning á Ferðaþjónustunámi sem haldið verður í Námsverinu. http://www.dalvik.is/stofnanir/namsver/namskeid-vor-2008/

Hérna er tengill þar sem þið getið kynnt ykkur þetta betur.

http://www.ferdamalastofa.is/default.asp?cat_id=593