13 íbúafundir á síðustu tveimur árum

Reglulega eru haldnir íbúafundir í sveitafélaginu til þess að kynna ákveðin mál eða verkefni fyrir íbúum, til að gefa íbúum færi á að koma á framfæri sinni skoðun og fleira. Venjulega koma upplýsingar um íbúafundi inn á heimasíðu, á íbúagátt og facebook síðu sveitarfélagsins auk þess sem algengt er að auglýsingum um íbúafundi sé dreift í pósti til íbúa sveitarfélagsins. Þetta er í samræmi við lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar en hún miðar að því að upplýsa íbúa og virkja til þátttöku í málefnum og stefnumótun sveitarfélagsins. Lýðræðisstefnan er hérna fyrir þá sem vilja kynna sér hana frekar.

Síðustu tvö árin hafa samtals verið haldnir 13 íbúafundir í sveitarfélaginu um hin ýmsu málefni, allt frá heilsueflingu til skipulagsmála. Að auki eru haldnir smærri fundir vegna sérstakra verkefna sem þarfnast aðkomu íbúa eða atvinnulífs. Hérna fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá íbúafundi sem hafa verið haldnir.

Yfirlit yfir íbúafundi

Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða og breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Haldinn 10. maí 2016 á vegum umhverfis-og tæknisviðs.

Eiturlyf - Vaxandi vandi. Verum á varðbergi og þekkjum hvað börnunum okkar er boðið. Fræðslufundur haldinn 27. apríl 2016 á vegum félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Íbúafundur um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi. Haldinn 14. apríl 2016 á vegum fræðslu- og menningarsviðs.

Ljósleiðar á Dalvík. Kynningarfundur haldinn 8. mars 2016 á vegum veitu- og hafnasviðs.

Atvinnulífskönnun og kynning á skýrslu KPMG. Hvaða stoðþættir skipta mestu máli fyrir afkomu fyrirtækja í sveitarfélaginu og er Dalvíkurbyggð samkeppnisfær þegar kemur að heildarkostnaði meðalfjölskyldna og húsnæðiskostnaði? Haldinn 2. febrúar 2016 á vegum Dalvíkurbyggðar.

Af hverju er megrun fitandi? Fyrirlestur haldinn 8. janúar 2016 á vegum Heilsueflandi Dalvíkurbyggðar.

Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman? Fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs, samvinna og samstarf fyrirtækja. Haldið 5. nóvember 2015 á vegum atvinnumála- og kynningarráðs.

Umferðaröryggisáætlun - Viltu hafa áhrif á umferðaröryggi í sveitarfélaginu? Íbúafundur um umferðaröryggi. Haldinn 15. október 2015 af verkefnisstjórn um umferðaröryggisáætlun.

Orkumál og smávirkjanir. Kynningarfundur haldinn 8. september 2015 af Dalvíkurbyggð.

Almennur borgarafundur um málefni MTR. Haldinn 28. maí 2015 af Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Heima er best - Ungmennaþing í Dalvíkurbyggð. Haldið 25. apríl 2015 af íþrótta- og æskulýðsráði.

Íbúafundur vegna áforma um fyrirtækisins TS shipping um vistvæna niðurrifs- og endurvinnslustöð skipa á Hauganesi. Haldinn 18. mars 2015 af Dalvíkurbyggð.

Völundarhús eða bein leið? Þekkirðu leiðina gegnum stjórnkerfið. Íbúafundur haldinn 24. mars 2015 af Dalvíkurbyggð.

Húsnæðismarkaðurinn í Dalvíkurbyggð. Fyrirtækjaþing haldið 20. nóvember 2014 af atvinnumála- og kynningarráði.