Hádegisfyrirlestur í Hvoli föstudaginn 12. ágúst kl. 12.00


Grasafræðingurinn Ágúst H. Bjarnason heldur fyrirlestur um íslenskar lækningajurtir á byggðasafninu Hvoli, föstudaginn 12. ágúst kl. 12.00.


Fyrst mun Ágúst ræða um nytjar manna af plöntum almennt, þá um byggingu plantna og efni, sem kunna að myndast í þeim; síðan fjallar hann um einstakar tegundir og um nöfn á plöntum, sem gefa verkun þeirra til kynna.


Ágúst er einn þekktasti grasafræðingu okkar í dag og hefur gefið út nokkrar bækur og greinar varðandi efnið.
Látið ekki þennan fróða mann um urtanna nytsemi fram hjá ykkur fara. Hvað gerir t.d maríustakkur fyrir konur?