Byggðasafnið Hvoll á eyfirska safnadaginn!

Eyfirski safnadagurinn verður laugardaginn 5. maí og í því tilefni verða opnaðar sameiginlegar heimasíður safna við Eyjafjörð, www.museums.is og www.sofn.is

 

Á Byggðasafninu Hvoli verða lesin ljóð og sagðar sögur. Höfundar eru allir úr byggðalaginu en hafa flestir látið lítið fyrir sér fara á ritþingum til þessa. Dagskráin hefst kl.14.10 og lesið verður sleitulaust til kl.16.30. Heimamenn eru hvattir til að koma og hlýða á upplesturinn. Allir eru velkomnir að taka með sér eigið efni og stíga á stokk.

 

Frítt er inn á safnið þennan dag.

ATH: Rútur munu fara um Eyjafjörð á milli safna frá Akureyri, reikna má með að rúta fari frá Hvoli til Siglufjarðar, með viðkomu á Ólafsfirði um kl: 10:45, sé næg þátttaka frá Akureyri - Frítt er í rútuna, frekari upplýsingar í síma 466-1497