Um Hvol

Jón Emil Stefánsson (Jonni í Hvoli) var fyrsti heiðursborgari Dalvíkurbæjar. Hann var húsasmíðameistari og byggði fjölda húsa á Dalvík og nágrenni á langri starfsævi. Hvol byggði hann árið 1930 og bjó þar alla tíð. Í húsinu voru tvær íbúðir. Árið 1934 bætti hann geymslu við húsið en það er 250 fermetrar, jarðhæð, miðhæð og ris. 

 

Eftir jarðskjálftann 1934 var húsið styrkt með því að setja stálbita utan á húsið, upp úr og niður úr. Það er svo steypt utan yfir bitana. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að húsið myndi hrynja í næsta skjálfta.