Deildir safnsins

Safninu má skipta upp í fjórar deildir.

Byggðasafn 

Fyrst ber að telja byggðasafnshlutannen þar eru flestir munir af heimilum á Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Á safninu er ýmis áhöld sem og innanstokksmunir frá fyrri tíð sem vitna um þróun verkmenningar á Dalvík og nágrenni og sögu byggðarinnar. Einnig eru hér haganlega gerðir skrautmunir af ýmsum toga unnir af hagleiksfólki af svæðinu.

 

Náttúrugripasafn

Náttúrugripirer önnur deild, þar vekur ísbjörninn jafnan mikla athygli gesta, ekki síst yngri kynslóðarinnar. Þar er líka ágætt safn fugla og kort af fuglafriðlandi Svarfdæla.

 

Minningarstofur

Í minningastofum safnsins er stærst áherslan lögð á Jóhann Pétursson Svarfdæling sem var um tíma hæsti maður í heimi. Þar er einnig minningarstofa um Kristján Eldjárn forseta en hann var frá Tjörn í Svarfaðardal.

 

Jarðskjálftainnsetning

Þarna er að finna fróðleiksmola um það ástand sem ríkti á Dalvík og nágrenni árið 1934 þegar Dalvíkurskjálftinn reið yfir. Skjálftinn mældist 6.4 stig á Richter.