Náttúrugripir

Náttúrugripirnir á Hvoli skipta hundruðum. Mesta athygli vekur safn uppsettra dýra sem hagleiksmaðurinn Steingrímur Þorsteinsson á Dalvík stoppaði upp og gaf safninu. 

Hér er að finna flestar tegundir fugla sem verpa á Íslandi og nokkrar erlendar að auki. Í Svarfaðardal er óvenju ríkt fuglalíf og er Friðlandi Svarfdæla fyrsta votlendisfriðland sem stofnað var hér á landi, árið 1972. 
 
Á náttúrugripasafninu er einnig að finna merkilegt eggja-, jurta- og steinasafn sem áhugasamir safnarar á svæðinu hafa gefið.