Sumarfréttir frá Byggðasafninu Hvoli á Dalvík

Sumarfréttir frá Byggðasafninu Hvoli á Dalvík


Sumarið fór hægt af stað í Hvoli. Aðsókn í júní var heldur minni en síðustu ár en í júlí fór aðsóknin að aukast. Heimamenn mættu vera duglegri að taka gesti sína á safnið og það er full ástæða að vera stoltur af menningararfinum. Byggðasafnið í Hvoli á dýrindis safnkost sem nú er verið að skrá og mynda. Ef allt gengur eftir áætlun mun gagnagrunnurinn Sarpur, sem hýsir allar okkar upplýsingar verða settur út á alnetið í haust. Þá verður hægt að skoða valda gripi á netinu.

Nú er útkomið Lítið kver um Jóhann K. Pétursson en það er þriðja kverið sem safnið gefur út.

Áður útkomin kver:
1. Lítið kver um handverksmenn í Svarfaðardal, á Upsaströnd, Dalvík og Árskógsströnd
2. Lítið kver um skemmtun og dægradvöl í Svarfaðardal og nágrenni.
4. Lítið kver sem mun fjalla um Kristján Eldjárn , forseta, sem áætlað er að komi út á haustmánuðum.
Kverin eru til sölu á byggða- og bókasafninu

Sumardagskrá.
Hún er auglýst á heimasíðu safnsins
www.dalvik.is/byggdasafn  og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is

Framundan eru eftirfarandi uppákomur
• Sunnudaginn 25. Júlí kl. 13.00 , Þórarinn Hjartarson og Rósa María Stefánsdóttir kveða stemmur og syngja þjóðlög.
• Sunnudaginn 1. Ágúst kl. 13.00, Óttar Guðmundsson læknir heldur fyrirlestur um Bjarna Pálsson ( f. 17. Maí 1719 – 8.sept 1779 ) landlækni frá Upsum á Upsaströnd og samtíð hans.
• Sunnudaginn 15. Ágúst kl. 13.00, Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja sönglög og kveða rímur.
• Sunnudaginn 22. Ágúst kl. 13.00 Leiðsögn um eyðibýlin á Árskógsströnd.


Verið öll hjartanlega velkomin á Byggðasafnið Hvol og takið með ykkur gesti.

Auglýsing