Opnun sýningar sjómannadaginn 7. júní

Á sjómannadaginn þann 7. júní opna tvær nýjar sýningar á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík

Sýnishorn handavinnu stúlkna í Dalvíkurbyggð á árunum 1950 - 1970

Hin sýningin er einstök að því leiti að gamlir gripir á nýtt hlutverk og það má snerta þá gripi. Börn og fullorðnir eru beinlínis hvattir til að snerta og rannsaka virkni gripanna. Þessir gömlu gripir safnsins hafa fengið hlutvark að nýju vegna þess að þeirra uppruni er glataður. ekki er vitað hver gaf gripina og ekki er saga þeirra þekkt. Það þótti áhugavert að gefa mununum nýtt líf, gera gripina að nýbúum á safninu. eins var haft í huga að oft er erfitt fyrir fólk að ganga um söfn og fá ekki að snerta gömlu gripina, ekki snerta, ekki prófa, svo nú er það hægt á í risinu í Hvoli að fá útrás fyrir snertiþörfina og forvitnina. Sýningin er samvinnuverkefni Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur og Þórarins Blöndals.

Safnið er opið frá 11.00 - 18.00