Opnun Byggðasafnsins

Opnun Byggðasafnsins

Nú er búið að opna byggðasafnið fyrir sumarið. Vert er að skoða litla sýningu í risi um þjóðbúningadúkkur. Þarna eru samankomanar dúkkur frá ýmsum þjóðlöndum í fallegu búningunum sínum. Á opnun söng barnakór Dalvíkurskóla . Margrét Hallgrímsdóttir Þjóðminjavörður sagði nokkur orð og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir bauð gesti velkomna.

Bakkabræður þvældust um safnið og skildu ekkert í hvað munirnir voru að gera upp um alla veggi og í læstum skápum safnsins.

Á sjómannadag mun Karlakór Dalvíkur syngja nokkur lög. Haukur mun beita í bjóð og riða grásleppuslöngur.