Lífsdagbók ástarskálds - Ævi og ástir Páls Ólafssonar.

Þórarinn Hjartarson kemur sunnudaginn 17. Júní, kl 14:00. Hann mun syngja og leas ljóð Páls Ólafssonar auk þess að segja sögu sem tengir ljóðin saman.
Úr verður ljóðsagan um Pál og Ragnhildi.
Ljóð Páls eru óvenjulega persónuleg, nokkurs konar dagbókarfærslur sem skrá innra líf hans jafnt sem ytri hagi. Það býður upp á þann sjaldgæfa möguleika að sviðsetja skáld. Þetta gerir Þórarinn: tekur á sig ham Páls og flytur síðan lífsdagbók hans.
Alls eru sungnir 23 söngvar eftir valinkunna lagasmiði, m.a. nokkrir spánnýir fyrir sýninguna, og lesin ljóð eru litlu færri.
Síðastliðinn vetur flutti Þórarinn þessa dagskrá á Söguloftinu í Landnámssetri, Borgarnesi. „Frásögn og ljóðlist vafin saman í eina heild eins og best gerist á Söguloftinu“ skrifaði Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi.

Aðgangseyrir: 2000 kr.