Hádegistónleikar á Hvoli

Miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi verða haldnir hádegistónleikar á Byggðasafninu Hvoli. Fram koma fiðluleikararnir Radu Hrib og Zsuzsanna Bitay og leika þau verk eftir Mozart, Hayden, Charles De Bérot og Béla Bartók. 

Zsuzsanna er m.a. tónlistarkennari í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Radu, maðurinn hennar, er fiðluleikar í ungversku Sinfóníuhljómsveitinni. 

Tónleikarnir hefjast kl. 12:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.