Gömul hús á Dalvík

Gömul hús á Dalvík

Sveinbjörn Steingrímsson fór með gesti safnsins í söguferð sunnudaginn 2. júlí. Byrjað var á að kynna húsin í næsta nágrenni við byggðasafnið Hvol þ.e í kring um Lágina, síðan var stefnan tekin suður Hafnarbrautina. Farið var í sögu rafmagnsins og Sveinbjörn sagði frá Rjómabúinu og læknum sem var kallaður Rjómabúslækurinn seinna Stöðvarlækur. Gangan tók um 1 og 1/2 tíma og voru þátttakendur ánægðir og öllu fróðari er þeir héldu heim á leið.

Á Íslenska Safnadaginn, sunnudaginn 9. júlí verður Söngvaka á Byggðasafninu Hvoli.  Þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir munu flytja sönglagaarf íslendinga í tali og tónum.