Fréttir af byggðasafni

Í vetur hefur safnið verið lokað  virka daga. Safnið er opið alla laugardaga frá 14.00 - 17.00. Eins og áður er hægt að ná samkomulagi við forstöðumann um að fá að skoða  safnið utan hefðbundins opnunartíma.

Safnkennari kemur frá Minjasafninu á Akureyri og er með sérstaka dagskrá. Annarsvegar fjallar hann um hreinlæti fyrr á tímum og svo um mataræði í gamla daga. Þetta verður í boði frá 14- 18. apríl hér á byggðasafninu.

Safnið verður opið á eftirfarandi tímum um páskana:

Föstudagurinn langi:  14.00 - 17.00

Laugardagur:             14.00 - 17.00

Páskadagur:               14.00 - 17.00

Í vetur hefur verið unnið að opnun snertiskjás. þar verður hægt að nálgast frekar það sem ekki er í formi muna á safninu. Hið ósýninlega verður gert sýnilegt. Hægt verður að fá upplýsingar um byggðasöguleg efni.

Eins er verið að vinna að útkomu Litla kversins. það verður fyrsta kverið í formi smárita sem mun fjalla um byggðasögulega þætti.

Unnið er að gerð sumardagskrár og búið er að velja sýningu í risi. þar verður sýning á  og um rósaleppa og nýja möguleika á að nota gömlu tæknina.