Eyfirski safnadagurinn á Hvoli

Eyfirski safnadagurinn á Hvoli
Gestir á safnadeginum

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á laugardaginn og sóttu alls 90 manns Byggðasafnið Hvol heim á laugardaginn. Boðið var upp á safnarútur um Eyjafjörðinn og fóru tvær rútur frá Akureyri um vestaverðan fjörðinn og komu við á Byggðasafninu Hvoli, Náttúrugripasafninu á Ólafsfirði og Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnadagurinn er samvinnuverkefni safna á Eyjafjarðasvæðinu og fengu söfnin m.a. styrk frá Vaxtasamningi Eyjafjarðar til verkefnisins sem þótti takast vel í alla staði.

Myndir frá deginum má finna á myndasíðu hér til hliðar -sameiginleg heimasíða safna við Eyjafjörð er www.sofn.is