Júlí '21

Norðurslóð

Á safninu varðveitum við öll þau blöð sem héraðsfréttablaðið Norðurslóð: Svarfdælsk byggð &bær hefur gefið út. Fyrsta tölublað kom út í nóvember 1977 og síðan hefur það komið út reglulega á mánaðar fresti en þó oft með lengra hléi yfir hásumarið. Blaðinu er ætlað að vera vettvangur fyrir umræður, skoðanaskipti, upplýsingar og fréttir um hvað eina sem uppi er á teningnum í hinu svarfdælska byggðarlagi og nágrenni þess á líðandi stund.


Hvað var að gerast í samfélaginu sumarið 1981, fyrir 40 árum ?

Hér má lesa tölublaðið í heild sinni (ýtið á texta)