Opnun sýningar - Jóhann Már Kristinsson

Opnun sýningar - Jóhann Már Kristinsson

Jóhann Már Kristinsson, áhugaljósmyndari og framleiðandi með meiru opnar sína fyrstu formlegu ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Bergi laugardaginn 2. október kl. 14.00 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. 

Um er að ræða ljósmyndasýningu þar sem fortíð og nútíð Dalvíkur er tvinnuð saman á skemmtilegan máta og borin saman. 

Sýningin er unnin í samstarfi við Héraðsskjalasafn Svarfdæla og styrkt af Meninningarsjóði Dalvíkurbyggðar. 

 

Við mælum með því að allt áhugafólk um sögu, gamlar ljósmyndir, breytta bæjarmynd og fallegar ljósmyndir láti ekki þessa sýningu framhjá sér fara. 

 

Frítt inn og allir velkomnir.